4. bekkur með 10 kg af fallegum gullaugakartöflum

Áður en skóla lýkur á vorin setja nemendur yngsta stigs niður kartöflur. Þegar skóli hefst að nýju á haustin er tímabært að huga að uppskerunni. Þessir duglegu strákar í 4. bekk tóku upp sinn hluta kartöflugarðsins í gær. Uppskeran var 10 kg. af kartöflum sem senn verða eldaðar í heimilisfræðitíma og þá fá þeir að gæða sér á gómsætum nýjum kartöflum.

25.ágúst 2016|

Matseðill – ágúst 2016

Hér kemur matseðill fyrir ágústmánuð. Verði ykkur að góðu.

Matseðill ágúst 2016

22.ágúst 2016|

Skólasetning

Sólmyrkvi, mynd  Aníta, 6Hrafnagilsskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 13:00 í íþróttahúsinu. Eftir skólasetninguna kynna umsjónarkennarar starf skólaársins í heimastofum bekkjanna. Mikilvægt er að foreldrar mæti með börnum sínum. Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl með foreldrum/forráðamönnum en mæta einnig á skólasetninguna.

Þeir foreldrar sem ætla að nýta sér pláss í frístund á komandi skólaári eru beðnir að sækja um eða staðfesta eldri bókanir fyrir 19. ágúst hjá ritara í síma 464-8100 eða með því að senda póst á nanna@krummi.is.

Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst og starf frístundar sama dag.

Innkaupalistar eru aðgengilegir á heimasíðu skólans.

Skólastjórnendur

17.ágúst 2016|

UNICEF-dagurinn

Miðvikudaginn 25. maí var UNICEF-dagurinn í Hrafnagilsskóla en þann dag leysa nemendur ýmiss konar þrautir á skólalóðinni. Nemendur leituðu til aðstandenda með áheit og samtals söfnuðust 185.988 krónur. Þessi upphæð hefur þegar verið lögð inn á reikning samtakanna. Ef einhver umslög leynast enn heima er hægt að millifæra á reikning 701-26-102010, kt. 481203-5950.
Peningarnir nýtast vel fyrir börn á flótta vegna stríðsins í Sýrlandi og í innanlandsstarf UNICEF á Íslandi.

20.júní 2016|

Innkaupalistar

Innkaupalistar fyrir skólaárið 2016-2017

14.júní 2016|