Hrafnagilsskóli í krakkafréttum á RUV

Fimmtudaginn 20. október birtist myndbrot frá Hrafnagilsskóla í krakkafréttum í Ríkissjónvarpinu. Í myndbrotinu svara nokkrir nemendur spurningunni  ,,af hverju er gott að fá að kjósa?“ Síðan skoraði allur nemendahópurinn á Árskóla á Sauðárkróki að svara næstu spurningu.
Hér má finna slóðina á krakkafréttir
http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/krakkafrettir/20161020

26.október 2016|

Ljósmyndamaraþon á unglingastigi

Í vinnustund á unglingastigi í vikunni var ljósmyndamaraþon. Nemendum var skipt í aldursblandaða hópa og áttu þeir að taka myndir sem lýstu ákveðnum hugtökum. Hugtökin voru m.a. fegurð, jafnrétti, fjölmenning, reiði, þríhyrningur o.s.frv. Allir hópar áttu að senda myndirnar í möppu inni á ,,google-classroom“. Myndir úr maraþoninu má sjá hér.

21.október 2016|

Myndlist í tómstundahringekju

005Í tómstundahringekjunni á mánudögum hafa krakkarnir á yngsta stigi verið að mála myndir í föndurtímanum hjá Ingu Ó. stuðningsfulltrúa. Núna er búið að hengja þær upp til sýnis í Hjartanu og geta foreldrar og aðrir komið við í Hrafnagilsskóla og litið á 😉

Þemað var náttúra og nánasta umhverfi. Sumir hópanna unnu verkin sín undir berum himni og þá var vatn sótt í ána til að bleyta litina. Aðrir unnu þau í kennslustofunni og þá varð vatnið úr krananum að duga:) Þetta eru sem sagt vatnslitamyndir.

 

20.október 2016|

Tónlistarmenn í heimsókn

001Þau Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari komu á samverustund í Hrafnagilsskóla og spiluðu Svaninn eftir Camille saint Saens en við höfum einmitt verið að hlusta á það verk á kyrrðarstundum að undanförnu. Ásdís og Daníel höfðu orð á því hvað nemendur skólans væru góðir hlustendur sem kunna bæði að hlusta og njóta.

 

 

19.október 2016|

Tæknilegó fyrir nemendur í 4.-7. bekk

Föstudaginn 14.10. og mánudaginn 17.10. var boðið upp á tæknilegónámskeið í fyrir nemendur í 4.-7. bekk. Jóhann Breiðfjörð, sem m.a. heldur úti heimasíðunni nyskopun.net, kom með 100 kg. af tæknilegói og leyfði krökkunum að byggja allskonar farartæki. Mikil ánægja var með námskeiðið og óhætt að segja að sköpunargáfan hafi fengið að njóta sín. Jóhann stefnir að því að koma aftur síðar í vetur og bjóða þá upp á samskonar námskeið utan skólatíma.

 

https://drive.google.com/drive/folders/0B5PNrDHPXESsQkRubDhid3JYVkE?usp=sharing

 

18.október 2016|