Drekalag 3. bekkjar frumflutt á samverustund

20160923_082407Nemendur 3. bekkjar vinna þessa dagana að drekaverkefni í tónmennt hjá Maríu Gunnarsdóttur tónmenntakennara. Meðal annars teikna nemendur og hanna sína eigin dreka, semja drekatónlist og drekadansa. Einnig velja þeir lag og gera við það nýjan texta sem fjallar um dreka.

 

 

 

26.september 2016|

6. og 7. bekkur í siglingu á Húna

Dagana 7. og 8. september fóru nemendur 6. og 7. bekkja í siglingu á skipinu Húna. Í þessum vettvangsferðum fengu nemendur að kynnast sjávarútveginum og fræðast um lífríkið í sjó. Ferðinar
gengu í alla staði ljómandi vel og höfðu nemendur bæði gagn og gaman af eins og meðfylgjandi myndir sýna.
16.september 2016|

Frábær útivistardagur

Fimmtudaginn 1. september var útivistardagur í Hrafnagilsskóla en sú hefð hefur skapast að allir nemendur fari í gönguferðir á útivistardegi að hausti. Nemendur á yngsta stigi gengu meðfram Reykánni til fjalls, tíndu ber, borðuðu nesti og nutu útiverunnar. Nemendur í 5.-10. bekk gátu valið um tvær leiðir, annars vegar að ganga upp að Dældarsteini sem er hér undir fjallsrótum Súlna eða að ganga gömlu Þingmannaleiðina frá Fnjóskadal yfir í Eyjafjörð.
Skemmst er frá því að segja að allar gönguferðirnar heppnuðust mjög vel, veðrið lék við okkur og nemendur og starfsfólk naut útiveru, hreyfingar og samveru.

útivist 2016 (1) útivist 2016 (2)

2.september 2016|

Matseðill – september 2016

Hér kemur matseðill septembermánaðar. Verði ykkur að góðu.

2.september 2016|

Stundaskrárnar

Stundaskrárnar eru komnar á netið.  Hægt er að nálgast þær hér.

31.ágúst 2016|