Skipulag og hópaskipan

Tómstundahringekja er íþrótta- og tómstundaiðkun sem er innifalin í skóladegi nemenda í 1. – 4. bekk Hrafnagilsskóla. Hringekjan er 4 kennslustunda viðbót við lögbundinn tímafjölda barna á þessum aldri. Tilgangurinn er meðal annars að veita börnum jafnan aðgang að fjölbreyttum íþróttum og tómstundum.

Tómstundahringekja – fyrirkomulag haustið 2019

Nemendur 1.- 4. bekkja skiptast í fjóra hópa: Hjarta, spaða, tígul og lauf.

 

Sex stöðvar eru í tómstundahringekjunni;

Ævintýrahópur – úti eða í Hjarta.

Föndur – stofa á yngsta stigi.

Íþróttir og leikir – íþróttahús.

Frjáls leikur – frístund.

Kór – tónmenntastofa.

Leikjahópur – frístund eða skólalóð.

 

Á mánudögum eru fjórar stöðvar; ævintýrahópur, föndur, íþróttir og leikir og frjáls leikur.

Umsjónarmenn stöðva eru:

Ævintýrahópur – Lilja Möller.

Föndur – Ingibjörg Ólafsdóttir.

Íþróttir og leikir – Sigríður Ásný Ketilsdóttir.

Frjáls leikur – Andri Björn Víðisson.

 

Á fimmtudögum eru tvær stöðvar; kór og leikjahópur. Þá eru tveir hópar í kór og tveir hópar á leikjastöð.

Umsjónarmenn stöðva eru:

Kór – María Gunnarsdóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir.

Leikjahópur – Andri Björn Víðisson og Adda Bára Hreiðarsdóttir/Graciele Zanaboni Velazquez .