Allir hafa hið góða í sér og möguleikann til að verða betri manneskjur
Uppfært skóladagatal fyrir skólaárið
Skóladagatalið fyrir þetta skólaár hefur verið uppfært á heimasíðu skólans. Dagatalið er óbreytt að öðru leyti en því að búið er að bæta við dagsetningum fyrir árshátíðir skólans. Foreldrar, forráðamenn og nemendur eru hvattir til að kynna sér nýjustu útgáfu dagatalsins. Skóladagatalið má nálgast hér:
Ólympíuhlaup ÍSÍ í Hrafnagilsskóla
Nemendur Hrafnagilsskóla tóku þátt í árlegu Ólympíuhlaupi ÍSÍ við góðar undirtektir í dag. Hlaupið, sem áður hét Norræna skólahlaupið, hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla allt frá árinu 1984 og er ætlað að hvetja börn til reglulegrar hreyfingar og stuðla að betri heilsu og líðan. Hlaupið hófst á [...]
Vel heppnuð sjóferð 6. bekkjar með Húna II
Þann 9. september sl. fóru nemendur í 6. bekk Hrafnagilsskóla í skemmtilega og fræðandi sjóferð með bátnum Húna II en þessar ferðir eru skipulagðar af Hollvinum Húna II í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Samherja. Í ferðinni fengu nemendur einstakt tækifæri til að kynnast sjávarútveginum og lífríki sjávar á [...]
Fréttabréf Hrafnagilsskóla – september
Fréttabréf Hrafnagilsskóla fyrir september 2025 er nú aðgengilegt. Í fréttabréfinu kemur fram að nemendur skólans eru nú 195 talsins. Svakalega lestrarkeppnin 2025 hefst 15. september fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Þá er einnig fjallað um bundið val á unglingastigi þar sem nemendur fara á fimm ólíkar stöðvar, meðal annars á [...]
kynningarfundur – Hyldýpi
Þriðjudaginn 9. september kl. 20.00 verður haldinn kynningarfundur fyrir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Hyldýpis í matsal Hrafnagilsskóla. Á fundinum munu forstöðumaður og umsjónarmaður Hyldýpis fara yfir reglur og skyldur sem hvíla á starfinu og kynna dagskrá vetrarins. Foreldrar 8. bekkjarnemenda eru sérstaklega hvattir til að koma þar sem þetta skólaár er þeirra [...]
Útivistardagur
Þriðjudaginn 2. september er útivistardagur hjá okkur í Hrafnagilsskóla. Skipulagið er eftirfarandi: Nemendur í 1.- 4. bekk fara Kjarnaskóg, fara þar í gönguferð og leika sér á svæðinu. Þeir fá ávexti úr mötuneytinu en gott er að taka með sér aukanesti að heiman. Komið verður til baka í skólann [...]